Leita í fréttum mbl.is

Næsta fórnarlamb er fundið - Hófleg nýting tekjustofna best!

Ætla menn ekki að læra.  Nú hefur fjármálakerfið og spákaupmenn þvingað fram tvö ótrúlega stórtæk inngrip stjórnvalda í fjármálamarkaðinn á 3-4 árum.  Árið 2008 greip bandaríski seðlabankinn og bandarísk stjórnvöld til þess að dæla í sameiningu um 8,4 billjörðum (trillions) USD (7,7 billjarða frá Seðlabanka Bandaríkjanna og 700 ma. frá ríkisstjórninni, sjá $7.7 Trillion to Wall Street - Anything to Keep the Banksters Happy! | Truthout) inn í ofurstór bandaríks fjármálafyrirtæki sem voru of stór til að falla og gerðu þau í leiðinni ennþá stærri.  "Lán" voru veitt á lágum vöxtum sem notuð voru til að kaupa ríkisskuldabréf á aðeins hærri vöxtum og niðurstaðan var meiri hagnaður hjá þessum fyrirtækjum en meira segja á mestu uppgangsárunum.  Vextina borga skattgreiðendur, en peningarnir voru prentaðir hjá Ben frænda.  Á sama tíma austan ála Atlantshafsins dældu írsk, bresk og þýsk stjórnvöld háum upphæðum inn í fjármálastofnanir og sitja skattborgara þessara landa uppi með reikninginn.  USA 0 - Vogunarsjóðir 3 og ESB 0 - Vogunarsjóðir 2.

Stjórnendur stóru fjármálafyrirtækjanna á Wall Street eiga í stökustu vandræðum með að fela brosið á vörum sínum, enda mala þeir gull.  Lehman Brothers varð að vísu fórnarlamb, en með réttu hefðu þau átt að vera mun fleiri.

Já, bragðið heppnaðist fullkomleg.  Mikill vill meira og það reyndu þeir vestanhafs, en þá sagði Obama nei.  Til að bæta gráu ofan á svart, þá var hann svo ósvífinn, að krefjast þess að menn borguðu ekki bónusa, þannig að "lánunum" var skilaði í snarhasti.

Menn voru greinilega komnir með blóðbragð í munninn.  Leitin að veikasta hlekknum hófst.  Gerð var atlaga að Portúgal og Spáni, en bæði löndin stóðust áhlaupið í bili.  En það gerði Grikkland ekki.   Yfirstjórn ESB og Seðlabanki Evrópukomu í veg fyrir að Grikkir færu íslensku leiðina, þ.e. gefa kröfuhöfum langt nef.  Búið er að dælan hundruð ef ekki þúsundum milljarða evra inn í evrópskar fjármálastofnanir, svo síhungraðir úlfar fjármálakerfisins fá sitt.  Allt er þetta vegna þess að vogunarsjóðir og bandarískir stórbankar hafa lagt stórar upphæðir undir í afleiðum og hætt við að sú spilaborg hrynji, ef í ljós kemur að þeir hafi veðjað á rangan lit.  Til að halda stjórnvöldum við efnið hefur áhlaup verið gert að hverju fórnarlambinu á fætur öðru.  Grikkland er fallið, Ítalía er komin í gjörgæslu, frönskum stórbanka var bjargað með þögulli neyðaraðgerð aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku, 1.400 milljarða evru björgunarsjóður hefur verið stofnaður.  ESB 0 - Vogunarsjóðir 5 og USA 0 - Vogunarsjóðir 4.

Það er alveg með ólíkindum hvernig menn geta hagað sé eins og hálfvitar með peninga, án allrar alvöru áhættustýringar, og síðan greiða skattborgara reikninginn.

Nú eru menn búnir að átta sig á því, að ekki er meiri pening að fá frá Evrópu.  Vogunarsjóðirnir tapa líklegast mest á því að evrusamstarfið liðist í sundur, þar sem þá geta þeir ekki þvingað Þýskaland til að bjarga Grikklandi.  Markmiðið var jú alltaf að komast í þýska ríkiskassann, enda eftir mestu að sælast þar.  Þetta er eins og með aðra nytjastofna.  Menn verða að nýta þá af skynsemi svo þeir gefi vel af sér á hverju ári.  Rányrkja leiðir til hruns.

Þá er um að gera að leita á önnur mið.  Nytjastofnar Asíu hafa ekki verið nýttir í um 20 ár, þannig að þar sjá menn tækifæri.  Ekkert er varið í þá í Afríku og Suður-Ameríka er ekki eins stór og Asía.  Spurningin er hvort við munum á næstu mánuðum og kannski 2 - 3 árum lesa um hrun á Indlandi, Malasíu, Indónesíu, Kóreu, Filippseyjum og öðrum öflugum löndum á svæðinu og í framhaldi af því í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.  Ég læt mér ekki detta í hug að hrægammar fjármálakerfisins verði nokkru sinni saddir.  Þeir munu halda áfram að leita að fórnarlömbum svo lengi sem ríkisstjórnir og seðlabankar halda sig það að einstakar fjármálastofnanir séu of stórar til að falla, að allar ríkisskuldir skuli greiddar og menn ráðast ekki að meinsemdinni sem er óábyrg útlánastarfsemi fjármálageirans.

Stærstu mistök stjórnmálamanna og stjórnenda seðlabanka um allan heim er ekki að hafa sofið á verðinum í aðdraganda þess hildarleiks sem núna er í gangi.  Vissulega voru það alvarleg mistök og verðskulda að allir sem hlut eiga að máli fari launalausir á eftirlaun.  Nei, stærstu mistökin eru að reyna að breiða fyrir mistökin sín.  Það er gert með því að gera stöðutöku vogunarsjóðanna áhættulausa.  Í hvert sinn sem stefnir í tap þeirra sem höguðu sér á óábyrgan hátt, þá er þeim nóg að hóta einhverjum minni máttar og Ben frændi eða Angela reiða fram svívirðilega háar upphæðir.  Ef ég gerði þetta, þá væri ég kærður fyrir fjárkúgun, en þar sem þetta er gert í nafni fjármálastarfsemi, þá telst þetta ekki bara löglegt heldur eðlileg viðskipti!  Eina leiðin til að stoppa þetta er að gera mönnum grein fyrir að þeir bera sjálfir ábyrgð á sinni áhættustýringu.


mbl.is Evrópa gæti dregið Asíu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistökin eru styrj0ld Bandaríkjanna ... en það er enginn enn, sem VOGAR sér að fara í saumana á þessum málum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:02

2 identicon

Sæll Marinó, hefur þú einhverja vitneskju um afhverju mál sjómannafélagsins gegn Arion banka hefur verið tekið af dagskrá Hæstaréttar?

Baráttukveðjur, Toni.

Toni (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:43

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Toni, Arion banki sá sér óvænna að semja í málinu utan dómstóla, enda hefði staðfesting Hæstaréttar á dómi héraðsdóms haft gríðarleg áhrif.  Margir eru mjög ósáttir við þessa niðurstöðu þar sem þetta var algjört lykilmál.  En svona fór um sjóferð þá.  Sjómannafélagið fékk vafalaust sitt (hvað sem það nú var), en betra hefði verið fyrir þjóðfélagið ef Hæstiréttur hefði fengið að kveða upp sinn úrskurð.

Marinó G. Njálsson, 6.12.2011 kl. 15:51

4 identicon

Nú brást sjómannaforustan, landsmönnum öllum herfilega, þrátt fyrir kvatningu frá HH að láta dæma í málinu.

Þá er bara að bíða, hvað svo sem það verður lengi.

En það er athygglisvert að á blogginu hjá Guðbyrni eru dæmi frá Íbúðalánasjóði og dæmi frá Guðbyrni um útreikning á láni, og greiðslubirðin er minni í hverjum mánuði, hjá Guðbirni en Íbúðarlánasjóði en samt eru reiknaðar eftirstöðvar hjá Íbúðalánasjóði 5.530.938 kr. hærri en hjá Guðbirni.

guðbjornj.blog.is

Haldór Sig. (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 16:29

5 identicon

Marinó, hefur nokkuð lekið út efni samingsins milli Sjómanna og Arion? Væri gaman að bera það saman við kröfugerð aðila í héraði.

Kv. úr Borgarfirði

Arnar (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 18:17

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, Arnar, ég hef a.m.k. ekki heyrt neitt.  Vafalaust er klásúla í samningnum sem bannar SFÍ að tjá sig um efni hans.  Einhver annar gæti óskað eftir sama díl.

Marinó G. Njálsson, 6.12.2011 kl. 18:23

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er mikið til í þessum pistli, það veitti sannarlega ekki af því að kenna fjármálastofnunum að standa á eigin fótum.  Líklega er þetta þessi óhefta frjálshyggja sem allir eru að tala um að sé svo mikið vandamál.

En hvers vegna eru ríki svon ofurseld fjármálamarkaðnum?  Er það ekki að hluta til vegna þess hve skuldug flest þeirra eru orðin?  Það er reyndar skemmtilegt til þess að hugsa hve háðari ríkisstjórnir gerðu sig fjármálamarkaðnum með því að bjarga fjármálastofnunum og auka þannig skuldsetningu sína.

En hvað á að segja um ríki og eins og Frakkland, þar sem fjárlög hafa ekki verið með afgangi í  bráðum 40. ár. 

Ef skuldsetning ríkis er þó ekki nema 50% af GDP, og vextirnir hóflegir eins og 2.5%, hvað er þá ríki að afhenda fjármálamörkuðum mikið af heildartekjum sínum?  Það er auvitað mistjafnt eftir löndum en ætli það megi ekki reikna með 4 til 5%.  Þegar skuldirnar eru svo komnar upp í 80% eða þaðan af hærra...  verður dæmið auðvitað enn svartara.

Ríkisstjórnir mega ekki við því að stórir skellir verði á fjármálamarkaði vegna þess að þá fer þeirra eigin fjármögnun í óvissu og það er einmitt hluti af því sem við erum að horfast í augu við í dag.  Þess vegna verður að halda snúningnum á hringekjunni, sama hvað það kostar.

G. Tómas Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 19:35

8 identicon

Sæll Marinó,

Samkvæmt þessu fagnaði Sjómannafélagið niðurstöðu héraðsdóms. það ber á örlitlum fögnuði þarna fyrir hönd fólksins í landinu. Sá fögnuður stóð stutt yfir.

Baráttukveðjur, Toni.

Toni (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 20:05

9 identicon

Á svolítið erfitt með að trúa því að sjómannafélagið sé að láta Arion banka fíflast með sig,trúi frekar að Arion banki hafi dregið kæruna til Hæstaréttar til baka á síðustu stundu, trúi því þar til annað kemur í ljós, því annars eru eihverjar ???????????? í gangi.

Haldór Guðm. (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband