Leita í fréttum mbl.is

Skortir bankana ađild ađ hluta endurútreiknings lána og hvađ ţýđir ţađ fyrir endurútreikning lánanna

Undanfarnar vikur hefur lántökum fyrrum gengistryggđra lána borist inn um lúguna og í vefbönkum sínum upplýsingar um endurútreikning áđur gengistryggđra lána í samrćmi viđ lög nr. 151/2010.  Samkvćmt lögunum, ţá skal reikna greiđsluflćđi lánanna aftur til útgáfudags og ţau bera lćgstu vexti Seđlabanka Íslands í samrćmi viđ 10. gr. laga nr. 38/2010 um vexti og verđbćtur (vaxtalaga).  Er ţetta í samrćmi viđ niđurstöđu Hćstaréttar í máli nr. 471/2010.  Ágreiningur er ţó ennţá uppi um frá hvađa tíma Hćstiréttur telur ađ vextir skv. 10. gr. vaxtalaga eiga ađ taka gildi og hvort ţetta nái eingöngu til lána sem voru međ LIBOR vaxtaviđmiđ.

Umbođsmađur skuldara hefur sent frá sér harđorđatilkynningu og vísar í henni til enn harđorđari umsögn um frumvarpiđ ađ lögum nr. 151/2010, ţar sem umbođsmađur kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ krafa um afturvirkni vaxtanna sé brot á neytendavernd í Evrópurétti (sem viđ erum bundin af) og jafnvel eignarétti samkvćmt stjórnarskrá.  Talsmađur neytenda heldur einnig ţeirri skođun fram vef sínum.  Fjallađi ég um ţetta í fćrslu í gćr og bendi fólki á ađ kynna sér nánar efni hennar.

Í dag vil ég fjalla nánar um ađildarskort nýju bankana ađ endurútreikningi vaxta fyrir ţann tíma ađ lánin komust í ţeirra eigu.  Svo vill nefnilega til, ađ Sjómannafélag Íslands krafđi Arion banka um endurgreiđslu á ofgreiđslu vegna láns sem félagiđ hafđi tekiđ hjá Kaupţingi og var komiđ í eigu Arion banka.  Ţetta er mál nr. 5215/2010 hjá Hérađsdómi Reykjavíkur og var dómur felldur 18. febrúar sl.  Krafa Sjómannafélagsins var upp á kr. 19.867.805.  Vissulega var uppi ágreiningur um nákvćma tölu, en ţađ er ekki stóra atriđiđ í ţessu máli.  Arion banki bar fyrir ađildarskorti, ţar sem lániđ hafđi ekki komist í eigu bankans fyrr en 8. janúar 2010.  Hérađsdómur féllst á ţessi rök og taldi bankann ţví eingöngu eiga ađ greiđa Sjómannafélaginu til baka vegna greiđslna eftir ţann dag.  Gott og blessađ.  Nú ţarf Sjómannafélagiđ ađ stefna fyrri eigendum lánsins, ţ.e. Seđlabanka Íslands og Kaupţingi.

Ég er ekki viss um ađ Arion banki átti sig á ţví hvers konar ormagryfju hann var ađ opna.  Lántakar allra fyrrum gengistryggđra lána sem núna eru í eigu Arion banka geta nefnilega notađ sömu rök, ţegar kemur ađ kröfum vegna endurútreiknings lánanna.  Ţ.e. Arion banki er ekki ađili ađ málinu fram ađ ţeim degi ţegar lániđ komst í eigu bankans.  Engu máli skiptir ađ lániđ hafi veriđ í innheimtu hjá bankanum frá ţví í október 2008, hafi bankinn ekki átt lániđ getur hann ekki krafiđ lántaka um vangreidda vexti í fortíđ.  Hann getur heldur ekki krafiđ lántaka um vexti sem endurreiknast á lánin međan ţau voru hjá Kaupţingi fyrir hrun.  Sama gildir um lán hjá Íslandsbanka og NBI.

Ekki held ég ađ stjórnendur Íslandsbanka og NBI kunni lögfrćđingi Arion banka miklar ţakkir.  Ţađ er nefnilega stađfest af starfsmanni NBI ađ bankinn eignađist ekki kröfuna fyrr en hún var "flutt yfir til NBI ţann 9.10.2008, samkvćmt ákvörđun Fjármálaeftirlitsins sama dag", eins og segir í tölvupósti sem ég hef undir höndum.  Samkvćmt dómi Hérađsdóms Reykjavíkur nr. E-5215/2010, ţá var Arion banki ekki ađili ađ máli Sjómannafélags Íslands vegna endurgreiđslukröfu nema frá ţeim degi sem lániđ varđ eign bankans.  Ég veit ekki hvort dagsetning flutnings láns frá Landsbanka Íslands til NBI sé líka dagsetning "eigendaskipta".  Mér finnst raunar líklegra ađ ţessi "eigendaskipti" hafi átt sér stađ síđar og tel ađ grunnforsenda slíkra "eigendaskipta" sé ađ stofnefnahagsreikningur hafi veriđ orđinn til.

Gefum okkur samt ađ fyrrum gengistryggđ lán hafi komist í eigu NBI í októberbyrjun 2008.  Gefum okkur líka ađ ákvörđun Hérađsdóms Reykjavíkur verđi stađfest í Hćstarétti.  Ţar međ verđur NBI eingöngu málsađili ađ endurútreikningi lána frá 9.10.2008 til dagsins í dag.  Hvađ varđar Íslandsbanka, ţá er dagsetningin líklegast 10.10.2008 eđa síđar.  Hvađ Arion banka varđar komu lánin yfir á misjöfnum tíma. 

Ef viđ fćrum ţetta allt yfir á lán tekiđ í september 2005 ađ fjárhćđ kr. 10 m.kr.  Samkvćmt útreikningum frá banka voru greiddar um 2,0 m.kr. í vexti af láninu međan lániđ var hjá gamla bankanum, endurútreiknađir vextir til 12.9.2008 eru hins vegar tćplega 5,3 m.kr. mismunur upp á um 3,3 m kr.  Bćtum ţessum mánuđi sem upp á vantar viđ og talan er komin í um 3,5 m.kr.  Um ţessa upphćđ er nýi bankinn ađ krefja lántakann, auk ţess sem bankinn krefur hann um vexti á ţessa upphćđ frá 9.10.2008.  Loks greiddi lántakinn ríflega 1,3 m.kr. í afborganir af láninu.  (Tekiđ skal fram ađ um raunverulegt dćmi er ađ rćđa, ţó tölum hafi veriđ breytt.)

Eins og ég sé stöđuna út frá dómum Hćstaréttar og Hérađsdóms Reykjavíkur og áliti frá umbođsmanni skuldara, talsmanni neytenda og lögfrćđinga sem ég hef rćtt viđ, ţá sýnist mér ađ höfuđstóll umrćdds láns hafi stađiđ í 8,7 m.kr. viđ fćrslu ţess frá gamla bankanum til ţess nýja, ţ.e. upphaflegur höfuđstóll mínus afborganir á nafnvirđi.  Ţá eigi nýi bankinn rétt á ţví ađ reikna sér samningsvexti frá yfirtökudegi til 16/9/2010, ţegar Hćstiréttur felldi úrskurđ sinn nr. 471/2010, en eftir ţađ vexti Seđlabanka Íslands í samrćmi viđ 10. gr. vaxtalaga. Vissulega eru bankarnir ekki sammála ţví ađ eingöngu megi reikna Seđlabankavexti frá 16/9/2010, en ţađ er ţeirra ađ sćkja mál um ţann ágreining, en ekki lántaka ađ verjast hćrri kröfunni.  Mér finnst eđlilegast ađ einhver banki fari í prófmál til ađ fá úr ţessu skoriđ, frekar en ađ níđast á lántökum, sem nóg hafa mátt ţola, međ hćrri vaxtakröfu en ótvírćtt er ađ hafi rétt til.

Höfum í huga, ađ nýju bankarnir tapa ekkert á ţví ađ kröfurnar sem ţeir eiga séu minna virđi.  Međ ţví ađ greina á milli ađildar nýja og gamla bankans ađ hugsanlegri vaxtakröfu í samrćmi viđ dóm Hérađsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5215/2010, ţá gerist ţađ eitt ađ hluti kröfu sem nýi bankinn taldi sig eiga fćrist til gamla bankans.  Samanlagđar eignir bankanna breytast ekkert.  Ţegar síđan dómur fellur, sem tekur á ţví hvort krafa sé réttmćt eđa ekki, ţá kemur í ljós hvers virđi krafan er fyrir gamla bankann.

Loks vil ég velja athygli á frétt mbl.is frá ţví í morgun (sjá http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/03/22/urskurdur_hristir_upp_i_thyska_bankakerfinu/).  Í henni kemur fram ađ Deutsche Bank hafi veriđ snuprađur af ţýskum dómstóli fyrir ađ taka stöđu gegn viđskiptavini sínum.  Er ţetta í mínum huga stórmerkilegur dómur.  Ástćđa hrunsins má einmitt ađ stórum hluta rekja til ţess ađ fjármálafyrirtćki stór og smá voru ítrekađ ađ vinna međ einum hópi viđskiptavina sinna og í eigin viđskiptum gegn hagsmunum viđskiptavina sem minna máttu sín.  Áhugavert yrđi ađ sjá nánari greiningu á ţessum dómi frá Ţýskalandi, t.d. á hvađa lögum hann er reistur og tengingu ţeirra laga viđ Evrópurétt.


mbl.is Lögin stríđa gegn neytendarétti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll. Ég vona ađ ţú fyrirgefir mér framhleypnina, en viđ getum sagt hér ađ vinur er sá er til vamms segir.

Efnislega eru pistlar ţínir mjög góđir en ţessi „belgogbiđu“ framsetning er ekki ţér til framdráttar. Notađu ađ minnsta kosti millifyrirsagnir.

Lestu síđan reglur Jónasar Kristjánssonar um stíl og tileinkađu ţér sem flestar, ţú finnur ţćr hćgra megin viđ meginmáliđ á bloggi hans.

Ţeim sem er mikiđ niđri fyrir og hefur frá merkilegum málum ađ segja verđur ađ vanda mál sitt og ekki síst framsetningu. Haltu svo endilega áfram skrifunum.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 22.3.2011 kl. 21:16

2 identicon

Jamm..ég velti alltaf meira og meira fyrir mér međ ţessi lán afhverju engin var kćrđur fyrir ađ selja okkur ţessi ólöglegu lán. Einnig er ég ađ velta fyrir mér...afhverju megum viđ ţá ekki skila lánunum okkar og fá ţađ greitt sem viđ erum búin ađ borga til baka frá bönkunum...međ eđlilegum dráttarvöxtum..(hlýtur ađ vera ţar sem ađ láninn voru ólögleg) og taka önnur lán á okkar eigin forsendum í stađ ţess ađ ţvínga ţessa vilteysu upp á okkur. Ef allir fengju ađ skila lánunum sýnum...ţar sem ađ ţau voru gölluđ vara...ţá er ég viss um ađ bankarnir myndu keppast viđ ađ selja okkur önnur betri lán heldur en ţetta helvíti sem yfir okkur er veriđ ađ setja ţessa dagana.

Guđbjartur (IP-tala skráđ) 23.3.2011 kl. 11:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1678128

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband