Leita í fréttum mbl.is

Skilja á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku

Þessi furðulega framsetning Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrárhækkun fyrirtækisins sýnir að full þörf er til að skilja á milli framleiðslu fyrirtækisins á raforku og dreifingarinnar.  Komið hefur fram í fjölmiðlum að það er kostnaður við virkjanir sem eru að kaffæra OR.  Vissulega hefur OR lagt út í nýlagnir í hverfum sem ekki hafa byggst eins hratt upp og reiknað var með, en auðvelt ætti að vera að lesa út úr reikningum fyrirtækisins hver sá kostnaður er.  Hann er þó hverfandi miðað við kostnað vegna raforkuöflunar fyrir stóriðju.

Samkvæmt ársreikningi OR fyrir 2009, þá er eignarhluti OR í dreifikerfi 99,4 milljarðar, þar af er kostnaður vegna dreifikerfis í byggingu um 1,7 milljarður króna.  Bókfærður eignarhluti OR í framleiðslukerfinu var 131,5 ma.kr. og þar af 23,8 ma.kr. í byggingu.  Dreifikerfið skiptist síðan í dreifikerfi fyrir rafmagn, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu.  Gefum okkur að kostnaður vegna rafmagnsveitu sé umtalsvert minni en kostnaðurinn hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, þannig að þessar veitur vegi þrefalt á við rafmagnsveituna og að kostnaður vegna gagnaveitunnar sé hverfandi.  Út frá þessari einföldun, þá fæst að dreifikerfi rafmagns vegur 1/10 af heildardreifikerfinu eða um 10 milljarða.  Á síðasta ári tekjur OR þannig að 14,6 ma.kr. komu vegna rafmagnssölu (þar af um 10 ma.kr. vegna stóriðju).  Tekjur af heitu vatni voru 6,8 ma.kr., köldu vatni 2,6 ma.kr., fráveitu líka 2,6 ma.kr. og gagnaveitu 0,8 ma.kr.  Sé skoðað hvernig tekjurnar skiptast milli dreifingar annars vegar og framleiðslu og sölu hins vegar eru tekjurnar af hinu fyrra 5,6 ma.kr. og 19.6 ma.kr. af hinu síðara.

Það er sama hvernig ég sný þessum tölum, ég get ómögulega séð rökin fyrir því að hækka eigi verð á raforkunni til smánotenda um 11% en dreifinguna um 40% nema til þess að koma í veg fyrir að smánotendur flýji hátt raforkuverð og leiti til Orkusölunnar.  Ég sé heldur ekki rökin fyrir því að senda eigi reikninginn fyrir raforkuöflun fyrir stóriðju til almennra notenda.

Vel getur verið, að OR hafi gert vondan samning við stóriðjuver og geti ekki sent þeim reikninginn fyrir raunverulegum orkuöflunarkostnaði.  Arfavitlaus er þó hugmyndin að senda almennum notendum hann.  Ennþá vitlausari er hugmyndin að hækka dreifikostnað notenda (sem fer um einokunarhluta starfsemi OR) í staðinn fyrir að hækka heildsöluverð rafmagnsins til smásöluhlutans sem þá þarf að hækka smásöluverðið.

Allt kallar þetta á gagngera breytingu á Orkuveitu Reykjavíkur.  Skipta þarf fyrirtækinu upp í minnst fimm rekstrarlega og fjárhagslega sjálfstæðar einingar: 

  • Framleiðsla og orkuöflun sem sér um að útvega raforku og heitt vatn sem afhent er í flutningskerfið.
  • Flutningskerfið sem sér um að koma orkunni, heita og kaldavatninu frá upprunastað að dreifikerfinu.
  • Dreifikerfi almenningsveitna, sem ber orkuna, heita vatnið og kalda vatnið að notkunarstað og sér um fráveitu.
  • Sölukerfi almenningsveitna.
  • Sölukerfi stórnotenda, gæti falið í sér tengingu frá flutningskerfi að notkunarstað.
Með þetta fyrirkomulag í sessi, sem er í samræmi við Evróputilskipanir, þá gæti OR ekki flutt tap af einum hluta rekstrarins yfir á annan hluta, eins og ætlunin er að gera núna.
mbl.is Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi aðskilnaður á að vera kominn á að hluta skv. raforkulögum. Þau voru gerð að evrópskri fyrirmynd til að koma hér á samkeppni en þó frekar til að koma orkunni í hendur einkavina flokkanna. Virkjanirnar selja orkuna inn á Landsnet Landsvirkjunar sem síðan selur áfram til einstakra orkuveitna í gegnum dreifikerfi þeirra og sölu. Með því að skipta ekki hækkuninni jafnt á milli Dreifingar og Sölu eða a.m.k. í réttum kostnaðarhlutföllum er OR að hindra samkeppni. Það blasir bara algjörlega við.

Virk samkeppni er reyndar engin því þegar ég frétti að tveggja stafa hækkun stæði til hringdi ég í Orkuveita Vestfjarða til að skipta því þeir eiga að vera lægstir. Þar fékk ég þau svör að þeir seldu ekki utan Vestjfarða en myndu kannski byrja á því 1.nóvember!!

Síðan hafa orkufyrirtækin með sér samráð eins og fjármálafyrirtækin í gegnum Samorku svona til að styrkja stöðu sína aðeins betur gegn neytendum.

TH (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Sæll og takk fyrir þessar pælingar. Ég hefði mikinn áhuga á að sjá þessar hækkanir í stærra samhengi. Til dæmis hef ég áhuga á að sjá tölulegar pælingar um áhrifin á lán sem eru verðtryggð. Og eins þau sem hafa verið dæmd ólögleg þ.e. gengistryggðu lánin (myntkörfulánin) sem verða trúlega en vonandi ekki, færð undir verðtryggð lán.

Hvað munu bankar og aðrar fjármálstofnanir fá til sín vegna verðbólguáhrifa?

Eru þessar hækkanir gerðar til þess að hjálpa þessum fyrirtækjum eins og Lýsingu?

Eins og TH segir þá hafa orkufyrirtækin með sér samráð og því skyldu þau ekki eins hafa samráð við Steingrím, Jóhönnu og banka og fjármálastofnanir? Pæling.

Treysti þér til að skoða þetta í víðara samhengi.

Hafþór Baldvinsson, 29.8.2010 kl. 23:47

3 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Það er nokkuð ljóst að það er engin samkeppni í raforkusölu, þótt mikið sé búið að vera að tala um það að hægt sé að skipta um raforkusala. Eins og TH segir hérna fyrir ofan þá virðast raforkufyrirtækin ekki selja orkuna út fyrir sitt heimasvæði. Þannig að þessi nýju orkulög sem áttu að koma á samkeppni eru andvana fædd.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 30.8.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 81
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 644
  • Frá upphafi: 1677661

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband