Leita í fréttum mbl.is

GPS staðsetningartæki í öll tæki sem notuð eru á jöklum

Þakka ber fyrir giftusamlega björgun.  Þarna hefði getað farið illa og núna kominn tími til að skipuleggjendur jöklaferða endurskoði öryggismál sín enn frekar.  Almennt held ég að fáir ferðaskipuleggjendur séu eins meðvitaðir um öryggismál. en nú þarf að stíga skrefinu lengra.  Í fyrsta lagi var búið að spá aftakaveðri og það er mikil áhætta að fara með hóp af meira að segja reyndu fólki í ferð við slíkar aðstæður hvað þá reynsluminna fólki.  Í öðru lagi þarf að vera auðveldara að rekja ferðir sleða og staðsetja þá.  Það hlýtur að vera eðlileg krafa að annað hvort allir sleðar hafi GPS staðsetnignartæki eða að hver einstaklingur í svona ferð beri slíkt tæki.  Ef GPS tæki hefði verið á sleðanum, þá hefði verið hægt að aka að honum á nokkrum mínútum.

Ég tala hér bæði sem sérfræðingur í áhættustjórnun og leiðsögumaður.


mbl.is „Við sáum þarna þúst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála skilyrt ætta að vara staðsetningartæki á öllum farartækjunum og um leið hertari reglur gegn þessum ferðum á jökla um há vetur.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Spot er eiginlega græjan sem helst ætti að nota. Krefst ekki þekkingar ökumanns á GPS, hann þarf aðeins að geta ýtt á neyðarhnappinn. Til viðbótar sendir tækið út feril þannig að hægt er að fylgjast með ferðum einstakra sleða/kajaka/svifdreka/göngumanna o.s.frv. úr fjarlægð.

Dúndurgræja

Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tek heilshugar undir með þér Marinó, það væri afar gott að hafa gps sendingu á öllum tækjum. Vegna kostnaðarins við það tel ég hins vegar afar ólíklegt að það yrði nokkru sinni gert nema að um það yrði sett skilyrt lögggjöf.

Annars var ég þarna á ferðinni í gær og lýsi hér minni reynslu af aðstæðum og ferðum sem þessum: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/1018630 

Baldvin Jónsson, 15.2.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldvin, hvers virði er mannslíf?  Annars trúi ég ekki öðru en hægt sé að hanna lítið handhægt tæki sem sett er á seðlana ykkar svo hægt sé að senda rekjanlegt neyðarboð.

Marinó G. Njálsson, 15.2.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Tek undir þetta.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 15.2.2010 kl. 17:29

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varðandi verð þá kostar Spottinn um 150 evrur og grunnþjónusta 99 til viðbótar á ári. Hvað kostar einn vélsleði og rekstur hans á ári???

Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2010 kl. 20:03

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Marinó, ég geri mér fulla grein fyrir virði mannslífa. Ég tel okkur eiga að geta rætt saman á hærra plani en þetta. Þessi ferð hefði að sjálfsögðu aldrei verið farin ef að hætta hefði verið talin vera á ferðum. Ég var aðeins á benda á þennan augljósa rekstrarlega punkt að slíkur útbúnaður er dýr og því líklegt að aðilar í útleigu til dæmis vélsleða og fjórhjóla komi sér þessu ekki almennt upp, nema að um það yrðu settar reglur. Þessi fyrirtæki eru flest rekin á horriminni og auka kostnaður upp á 1,5 til 2,0 milljónir er eitthvað sem svo litlir aðilar horfa verulega í.

Spottinn kostar hingað kominn líklega um 50-60 þúsund með flutningskostnaði og gjöldum. Afar sniðugt tæki sem vissulega væri þörf á að hafa á öllum tækjum sem notuð eru við aðstæður sem þessar.

Til dæmis væri hægt að styða við notkunina með því að fella af tækinu gjöld og ná því hingað heim fyrir aðeins um 30 þúsund stk. Slík aðgerð væri meðal annars eflaust til þess að hjálpa rekstraraðilum að velja.

Baldvin Jónsson, 15.2.2010 kl. 20:14

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef kynnst öryggiskröfum sem gerðar eru til báta og skipa sem sigla með ferðamenn og þar er sífellt verið að auka kröfur. Kröfur um neyðarbaujur í alla björgunarbáta og líka í sjálft skipið eru nú komnar í reglugerð og gengið hart eftir að því sé fylgt. Nú eru í undirbúningi enn frekari reglur um aðbúnað og öryggi farþega, sem ég hef ekki enn séð

Þarf ekki leyfi fyrir svona rekstri Baldvin og eru ekki gerðar ákveðnar kröfur um búnað til að leyfi og tryggingar fáist.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2010 kl. 20:46

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skattlangning á öryggisbúnað er skammsýni af verstu sort og klárlega ætti að fella niður gjöld af búnaði eins GPS tækjum og spottanum.

Varðandi öryggiskröfur siglingastofnunar, þá eru þær á köflum gjörsamlega út í hött, og svo ég stæli blogghöfund, þá tala ég bæði sem atvinnu- og áhugasjómaður.

Haraldur Rafn Ingvason, 15.2.2010 kl. 20:58

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jú Hólmfríður, rekstur sem þessi þarf án vafa að uppfylla einhver skilyrði. Það eru þó í dag engar kröfur um slíkan búnað og því bendi ég á að slíkar kröfur væru af hinu góða.

Algerlega Haraldur, bráðnausynlegur öryggisbúnaður ætti að njóta niðurfellingar gjalda til fleiri aðila en aðeins björgunarsveita.

Baldvin Jónsson, 15.2.2010 kl. 21:35

11 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

GPS tæki eru sjálfsagt fín en þau koma ekki í staðin fyrir almenna skynsemi,  reynslu og þekkingu sem er aðal málið í svona ferðum. Nýjustu græjur eru engin töfralausn. En það ætti samt sem áður að vera sjálfsagt mál að fella niður gjöld af svona búnaði sem getur nýst sem öryggisbúnaður.

Miðað við götóttar fréttir af þessu virðist veðrið hafa skollið hraðar á en menn bjuggust við. Þetta er eitthvað sem fólk sem skipuleggur svona ferðir hlýtur að læra af.  Það skiptir miklu meira máli en einhver tækjaísetning.

Sem betur fer, fór þetta vel, líklega vegna þess að fólkið fór að fyrirmælum, vegna þess að allir aðrir brugðust rétt við og heppni spilaði sjálfsagt hlutverk líka.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 15.2.2010 kl. 22:50

12 identicon

Gott er að hafa staðsetningartæki, enn betra er að hafa fjarskiptatæki til að sá týndi geti látið vita.

Það eru til margar græjur sem sameina þetta sem dæmi tetra.

Einnig er nauðsynlegt að taka það fram að viðbrögð þeirra týndu voru hárrétt að halda kyrru fyrir og bíða aðstoðar. Það er ekki betra fyrir okkur björgunarfólk að finna fólk sem er á ferðinni eftir tækjum sem þau kunna mismikið á.

Ég vona að allir aðilar sem komu að þessu fari yfir allt ferlið í rólegheitum og sjái út hvað má betur fara og bæti sína verkferla í framhaldinu.

Jóhann Ólafson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 08:53

13 Smámynd: Þór Magnússon

Að bera ábyrgð á hópnum

Það er búið að fjalla mikið um veðrið og veðurspár í þessum jöklaferðum en eitt finnst mér vanta í umræðuna en það er hvernig á að tryggja að ekki týnist einhver úr hópnum. Ég lenti einu sinni í aftakaveðri á björgunarsveitaæfingu upp á miðjum Langjökli í 1200 metra hæð, skyggni var nánast ekkert þar sem við vorum 6 saman að ganga undan vindi niður að vestanverðu. Eina leiðin til að halda hópin var að fremsti og síðasti voru í stöðugum samskiptum með talstöðvum þó ekki væru nema 5-6 metrar á milli þeirra og hinir 4 í hnapp á milli. Það er óafsakanlegt að vera ekki með mjög vana leiðsögumenn fremst og aftast sem eru í góðum fjarskiptum og passa upp á hópinn. Þetta á ekki bara við í slæmu veðri heldur alltaf þegar hópar eru á ferð um varhugaverð svæði og sumir jafnvel algerlega óvanir aðstæðum. En auk þessa ættu þessar leigur að sjá sóma sinn í að láta hvern og einn hafa talstöð og kenna þeim á hana til að nota í neyð. Í dag er hægt að fá góðar en ódýrar stöðvar sem duga ágætlega á styttri vegalengdum.

En aðalmálið hlýtur að vera að halda hópinn, ALLTAF.

Þór Magnússon, 16.2.2010 kl. 09:56

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hertar reglur um útivistartíma fullorðins fólks eru ekki vænlegar til að skila árangri. Umræða og fræðsla eru mun líklegir til þess held ég.

@ Þór Magnússon!

Gangandi menn á jöklum ættu alltaf að vera bundnir samna meða línu !

Guðmundur Jónsson, 16.2.2010 kl. 12:05

15 Smámynd: Þór Magnússon

Guðmundur, veit ekki hvað þú meinar með hertar reglur um útivistartíma fullorðins fólks. En það á ekki að þurfa að velta vöngum yfir hvort ferðaþjónustuaðilar eigi að hafa vinnureglur til að tryggja öryggi sitt og viðskiptavina sinna.

Varðand dæmisögu mína, að þá vorum við þarna síðla vetrar á gönguskíðum/og fótgangandi til skiptis ofan á 2 metra gaddfreðnum snjó og allar sprungur löngu lokaðar og því ekki þörf á línu nema á bröttum smáhluta leiðarinnar og þar var lína að sjálfsögðu notuð.

Þór Magnússon, 16.2.2010 kl. 13:32

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

@ Þór Magnússon: Takk fyrir hugleiðinguna. Með hópnum voru 4 leiðsögumenn, einn fremst og annar aftast sem voru í talstöðvarsambandi. Og svo einn til hvorrar hliðar. Í þessu tilfelli var það því miður ekki nóg, þar sem að konan að eigin sögn missti stjórn á sleðanum og fór undan vindi og halla út úr hópnum í algerri blindu og leiðsögumennirnir sem og aðrir í hópnum, sem var þegar þarna var komið saman í 4 manna breiðum línum til þess að þétta hann og hafa betri yfirsýn sem og styrkinn af hvert öðru.

Langaði líka að koma því á framfæri hér að Sleðaleigan ehf. hefur þegar gengið í að fá tilboð í SPOT tækin svokölluðu. Þau eða einhver svipaður "tracking" búnaður verður sett á alla sleða/farþega hjá fyrirtækinu hið allra fyrsta.

Baldvin Jónsson, 17.2.2010 kl. 00:35

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Glæsilegt, Baldvin.  Góð og hárrétt viðbrögð.

Marinó G. Njálsson, 17.2.2010 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1677708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband