Leita í fréttum mbl.is

Áskorun vegna leiðréttingarinnar

Við hjónin fengum, eins og margir aðrir landsmenn, tilkynningu í vikunni að við ættum rétt á leiðréttingu vegna þeirra verðtryggðu fasteignalána sem við vorum með á árunum 2008 og 2009.  Við reiknuðum aldrei með að upphæðin yrði há, en sóttum samt um.  Vegna breyttra aðstæðan, þá teljum við hins vegar heiðarlegast af okkur að nýta okkur ekki leiðréttinguna.

Það er svo sem úr okkar höndum hvernig þessum peningum verður ráðstafað, fyrst við munum ekki þiggja þá.  Okkur langar þó að skjóta þeirri hugmynd að ríkisstjórninni, að þeir peningar sem svona falla til, lágar upphæðir eða háar, fari í sjóð sem hafi það þjóðþrifaverkefni að byggja upp heilbrigðiskerfið í landinu og bæta stöðu öryrkja og aldraðra.  Þannig að, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, við biðjum ykkar að leggja við hlustir og sjá til þess að þetta verði gert mögulegt.

Áskorun

Þessu til viðbótar viljum við hjónin skora á alla sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu, en telja sig ekki þurfa á henni að halda, telja upphæðina svo litla að hún skipti ekki máli, telja sig fá óbragð í munninn við að þiggja hana, telja leiðréttinguna vera illa meðferð á almannafé eða hafa talað gegn leiðréttingunni af hvaða ástæðu sem er, að þiggja ekki leiðréttinguna með ósk um að sú upphæð, sem þeim var úthlutað, fari í sjóð til uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu og til málefna öryrkja og aldraðra.  Sérstaklega skorum við á formenn  stjórnmálaflokka á þingi, sem sóttu um og geta fengið leiðréttingu sinna lána, að gera slíkt hið sama.

Einnig viljum við skora á öll fyrirtæki í landinu að greiða litlar eða stórar fjárhæðir til slíks sjóðs.

12. nóvember, 2014

Harpa Karlsdóttir   Marinó G. Njálsson


Bloggfærslur 12. nóvember 2014

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband