Leita í fréttum mbl.is

Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls

Á fjörur mínar rak nýlega bók sem mig langar ađeins ađ fjalla um.  Ţessi bók vakti áhuga minn fyrir nokkrar sakir, en ţó sérstaklega ţar sem ég er leiđsögumađur ásamt öllu öđru sem ég geri.  Hér um rćđir endurútgáfa Sigurđar Sigurđarsonar á bókinni Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls.

Ég hef aldrei gengiđ Fimmvörđuhálsinn, en eftir lestur bókarinnar, ţá er ég ákveđinn í ađ gera ţađ fyrr en síđar.  Hana prýđa m.a. myndir af óteljandi fossum sem eru á leiđinni (og ţeir eru í orđsins fyllstu merkingu óteljandi).  Margir ţeirra bera áhugaverđ nöfn međan ađrir eru nafnleysingjar.  Myndir af útsýni frá ólíkum stöđum er einnig ađ finna og flott kort af leiđinni.

kapa_fimmvhals Lýsingu á gönguleiđinni yfir hálsinn er skipt í fjóra áfanga, ţ.e. 1. áfangi er frá Skógum og upp ađ göngubrú yfir Fossá (Fossleiđ), 2. áfangi er frá brú og ađ skála, 3. áfangi er frá skála ađ Heljarkambi (um umbrotasvćđiđ frá 2010) og sá fjórđi frá kambinum niđur í Bása.  Ađ sjálfsögđu er hćgt ađ fara leiđina í öfugri röđ og síđan ganga fram og til baka hafi menn tíma og orku í ţađ.

Auk lýsingar á gönguleiđinni yfir hálsinn er lítillega fjallađ um gönguleiđir á jöklana sem afmarka hálsinn, ţ.e. Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul.  Ţá er fróđleikur um Fimmvörđuskálann og ađ sjálfsögđu um eldsumbrotin voriđ 2010.

Samkvćmt Sigurđi tekur um 9,5 klst. ađ ganga norđur yfir hálsinn, ţ.e. frá Skógum í Bása, en íviđ lengur eđa 10 klst. ef fariđ er suđur yfir hálsinn.  Reikna ég međ ađ inni í göngutímanum sé tekiđ tillit til ţess tíma sem fer í ađ skođa og njóta útsýnisins og náttúrunnar, ţannig ađ röskir göngumenn, sem ćtla bara ađ ţrćđa stíginn komist ţetta ađ mun skemmri tíma.

Ekki er hćgt ađ fjalla um gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls án ţess ađ koma međ ađvörđun til ţeirra sem ţar ćtla ađ fara yfir:

Veđur í byggđ segir ekkert til um veđriđ uppi á hálsinum.  Ţađ hefur oft sannast og kostađ mannslíf.  Óreyndir göngumenn eiga ALDREI ađ fara einir í fyrstu göngu sinni yfir hálsinn.  Menn eiga ALDREI ađ ganga blindandi eftir GPS-punktum.  Bregđist skyggni í ferđinni, ţá er betra ađ setjast niđur á skjólsćlum stađ og bíđa eftir ađ annađ hvort rofi til eđa reyndir göngumenn komi sem hćgt er ađ biđja um ađstođ, en ađ halda göngunni áfram, a.m.k. um Heljarkamb og niđur í Bása.  Ađ sunnanverđu er leiđin almennt mun greiđfćrari og hćttu minni.

Veđurfar á hálsinum getur veriđ stórvarasamt og breyst á skömmum tíma.  Oft liggja vindstrengir yfir hálsinn sem loka leiđinni dögum saman.  Úrkomusamt er ţar og snjóalög geta bćđi veriđ mikil og varađ lengi.

En aftur ađ bókinni.

Mér sýnist bókin geta nýst flestum sem vilja ganga yfir Fimmvörđuháls.  Ég ćtla ekki ađ lýsa henni of ítarlega, en skilst ađ hćgt sé ađ finna hana hjá Útivist, Hagkaup og Útilífi.  Sigurđur á hrós skiliđ fyrir ađ koma ţessu efni á prent og hvet hann til ađ láta snara henni yfir á ensku og jafnvel fleiri tungumál.  Nýlega fékk ég t.d. fyrirspurn til Iceland Guide um gönguferđ yfir hálsinn frá bandarískum hjónum og ţví er ljóst ađ Fimmvörđuháls á sér ađdáendur víđa um heim.


Launaţróun lánţega LÍN neikvćđ um 1,77% áriđ 2011, en launavísitala hćkkađi um 9,1%

Á visir.is er frétt um afskriftarţörf Lánasjóđs íslenskra námsmanna.  Hún hefur aukist gríđarlega ađ ţví virđist af ţremur ástćđum.  Fyrsta er nýtt reiknilíkan, önnur er neikvćđ launaţróun áriđ 2011 og ţriđja er breytt samsetning og hegđun lántaka.  Mig langar ađ fjalla um ţátt tvö.

Í frétt visir.is er rćtt viđ/vitnađ í Harald Guđna Eiđsson ţar sem hann segir:

Í fyrsta lagi breyttum viđ forsendum reiknimódels sjóđsins. Ţćr eru endurskođađar reglulega. Ţetta er einskiptisađgerđ sem útskýrir tćplega fjóra milljarđa króna af ţessari hćkkun á framlagi. Í öđru lagi eru áhrif af ţví ađ launaţróun lánţeganna, eđa greiđenda námslána, var neikvćđ á árinu um 1,77 prósent. Vegna verđbólgu og verđbóta hćkkuđu hins vegar námslánin. Ţetta er líka svolítiđ stór ţáttur í ţessu.

Ţriđja atriđiđ er breytt samsetning og hegđun lántaka. Fólk er almennt lengur í námi. Margir fóru til dćmis aftur í nám eftir hruniđ en voru kannski međ námslán fyrir. Ţá hćkkađi fall krónunnar lán ţeirra sem stunda háskólanám erlendis í krónum taliđ. Ţađ er ţví sístćkkandi hópur sem er komin međ svolítiđ há lán og líkurnar á ţví ađ ţau endurgreiđist ađ fullu verđa minni. 

Lántakar hjá LÍN eru um 50.000 samkvćmt upplýsingum í ársskýrslu 2010-2011, um 20.000 virkir lántakar og um 30.000 greiđendur.  Haraldur Guđni segir ađ launaţróun ţessara um 30.000 hafi veriđ neikvćđ um 1,77% áriđ 2011!

Skođun ţá hvađ Hagstofan segir um launaţróun:

Í janúar 2012 var 12 mánađahćkkun launavísitölu 9,1%

Lántakar LÍN eru ađ stórum hluta langskólagengiđ fólk, sem ćtti ađ mynda sérfrćđingastétt ţjóđarinnar og ţar međ millistétt og efri millistétt ţjóđarinnar.  Samkvćmt Haraldi, ţá er ţađ reynsla LÍN ađ laun ţeirra hafi lćkkađ um 1,77% milli 2010 og 2011 međan Hagstofan segir ađ launavísitalan hafi hćkkađ um 9,1% frá janúar 2011 til janúar 2012.  Hér munar svo miklu ađ nauđsynlegt er ađ fá skýringu á ţessum mun.  Ekki er hćgt ađ segja ađ ţessi hópur hafi bara ekki hćkkađ eins mikiđ og ađrir, ţví ţađ ţýđir einnig ađ ađrir hópar hafa hćkkađ verulega umfram 9,1%.

Mig langar ađ fá ađ vita hvernig standi á ţessum gríđarlega mun á tölum LÍN um launaţróun greiđenda sinna og útreikningum Hagstofunnar á hćkkun launavísitölu.  Í mínum huga geta ekki báđar tölurnar veriđ réttar.  Svo einfalt er ţađ.


Bloggfćrslur 10. ágúst 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1677708

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband