Leita í fréttum mbl.is

1. maí haldinn hátíðlega í 90. sinn á Íslandi

Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins.  Á þessum degi hafa fyrst verkalýður og síðan launþegar safnast saman um allan heim í yfir 120 ár, misjafnlega lengi í hverju landi.  Hér á landi var dagurinn fyrst haldi hátíðlegur 1923.  Að því gefnu að ekki hafi samkomur fallið niður í millitíðinni, þá er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi í 90. skipti frá upphafi.  Já, þetta er í 90. skipti sem launafólk kemur saman á þessum degi til að krefjast úrbóta.  Oft hefur það gengið eftir, en síðustu árin hafa orð verkalýðsleiðtoganna verið innantómt hjóm, enda eru þeir flestir orðnir tannlausir og hugsa, að því virðist, meira um eigin velferð en velferð umbjóðenda sinna.

Hátíðarhöldin í ár fara fram í skugga þeirrar kreppu sem hér skall á fyrir fjórum árum.   Kreppunni hefur fylgt meira atvinnuleysi en við Íslendingar erum vanir frá því að flestir núlifandi landsmenn komust á vinnumarkað.  Fleiri einstaklingar og fjölskyldur eiga í erfiðleikum með að ná endum saman.  Fólk á í vandræðum með að skaffa mat á borðið fyrir sig og börnin sín.  Fjölskyldur út um allt land, en þó sérstaklega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, eru að missa húsnæðið sitt og er bara vísað á götuna, þar sem félagsleg úrræði skortir.  Kaupmáttarskerðing, hækkun greiðslubyrði lána og lækkun eignaverðs er veruleiki nánast allra. Greiðsluaðlögun og gjaldþrot er veruleiki allt of margra.  Og hvar er verkalýðshreyfingin þegar öllu þessu fer fram?

Er von að sé spurt.  Allt of margir upplifa verkalýðshreyfinguna þannig, að hún hafi hlaupið í felur eða tekið afstöðu gegn almenningi.  Það voru forvígismenn Alþýðusambandsins sem lögðust á haustmánuðum 2008 gegn því að verðbætur á lán væru teknar úr sambandi.  Aftur og aftur hafa forvígismenn launþega talað gegn umbótum og úrræðum vegna þess að þeir þjóna of mörgum herrum.

Höfum í huga á þessum degi, þeim fjórða sem haldinn er hátíðlegur í skugga núverandi kreppu, að þau úrræði, sem fólki hefur staðið til boða, hafa nær öll verið á forsendum þeirra sem settu þjóðina á hliðina, þ.e. fjármálafyrirtækjanna og fjármagnseigendanna.  Innan við 20 ma.kr. af þeim úrræðum sem gripið hefur verið til, hafa ekki komið vegna dóma Hæstaréttar eða eru afskriftir á töpuðu fé.  Á sama tíma hafa fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendurnir hagnast um hátt í 400 ma.kr. vegna verðbóta af lánum almennings, lána sem bera óheyrilega háa vextir miðað við að vextirnir eru án áhættu.  Ekkert hefur verið í reynd gert til að gera líf launþega bærilegt.  Ekkert hefur verið gert til að sporna gegn aukinni verðbólgu.  Ekkert hefur verið gert til að vinna upp kaupmáttarrýrnun síðustu ára.  Lítið hefur verið gert til að fjölga störfum í landinu.  Tæp fjögur ár af engum framförum hafa liðið hjá.  Tæp fjögur ár af lélegri varnarvinnu verkalýðshreyfingarinnar hafa liðið hjá.  Tæp fjögur ár af ofríki fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda hafa liðið hjá.  Fjögur töpuð ár hafa liðið hjá.

Hvers vegna hefur verkalýðshreyfingin ekki tekið einarða afstöðu með launþegum landsins?  Ég verð að viðurkenna, að ég skil það ekki.
mbl.is Verkalýðshreyfingin enn í vörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678166

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband